12.10 2018

Drög að breytingu á reglugerð um raforkuvirki í umsögn

Drög að breytingu á reglugerð um raforkuvirki í umsögn

Vakin er athygli á að umhverfis- og auðlindaráðuneyti óskar eftir umsögnum um drög að (7.) breytingu á reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009. Með breytingunni er stefnt að því að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/94/EB frá 22. október 2014 um uppbyggingu grunnvirkja fyrir óhefðbundið eldsneyti. Í drögunum eru settar fram þrjár nýjar skilgreiningar á hleðslustöðvum auk þess sem settar eru fram tæknilegar kröfur til hleðslustöðva og afhendingu háspennts rafmagns frá landi til skipa.

Umsagnarfrestur er til 25. október næst komandi.