14.11 2018

Breyting á reglugerð um raforkuvirki

Breyting á reglugerð um raforkuvirki

Reglugerð nr. 948/2018, til breytinga á reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009, var birt á vef stjórnartíðinda 30. október 2018 og tók gildi frá þeim degi. Mannvirkjastofnun hefur uppfært samsetta reglugerð um raforkuvirki, þ.e. með breytingum, og er hana að finna á vef stofnunarinnar. Með breytingunni var skilgreining á hugtakinu „innflytjandi“ í skilningi reglugerðarinnar uppfærð auk þess sem bætt var inn skilgreiningu á hugtakinu „ábyrgðarmaður/ábyrgðaraðili“. Þá var felld á brott heimild Mannvirkjastofnunar til að veita rafskoðunarstofum starfsleyfi til bráðabrigða.