22.11 2018

Skýrsla starfshóps um vindorkuver

Skýrsla starfshóps um vindorkuver

Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði starfshóp í apríl 2016 til að greina lagaumhverfi vindorkuvera og framkvæmdir vegna þeirra. Starfshópurinn skilaði skýrslu um regluverk í tengslum við starfsemi og framkvæmdir vegna vindorkuvera, sem birt var á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 24. október sl. og má finna hér.

Í skýrslunni er bent á að vindorkustarfsemi sé nýtt viðfangsefni hér á landi og þörf sé á aukinni þekkingu þeirra sem koma að slíkum málum. Skipulagslöggjöf og löggjöf um mat á umhverfisáhrifum taki á slíkum framkvæmdum og starfsemi auk þess sem skylt sé að taka mið af annarrai viðeigandi löggjöf. Þá er fjallað er um m.a. hvernig vindorkuver falla undir lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Starfshópurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé þörf á sérlöggjöf um vindorkuframleiðslu en að tilefni sé til tiltekinna breytinga á lögum og reglum. Hvað varðar byggingarreglugerð er lagt til að henni verði breytt á þann veg að brunahönnunar verði ávallt krafist vegna vindmylla skv. 2. mgr. 9.2.4. gr. reglugerðarinnar.