21.12 2018

Byggingarstjórar athugið

Byggingarstjórar athugið

Frumvarp til breytinga á lögum um mannvirki nr. 160/2010 var samþykkt á Alþingi þann 6. júní 2018 og tóku lögin gildi 25. júní 2018.

Vakin er athygli á að sbr. 12. og 15. gr. laganna, sem fjalla um eigin áfangaúttektir byggingarstjóra taka gildi 1. janúar 2019. Frá og með 1. janúar verður meginreglan sú að byggingarstjórar gera sjálfir áfangaúttektir, halda utan um skráningu iðnmeistara í gæðastjórnunarkerfi og skrá hvoru tveggja í gagnasafn Mannvirkjastofnunar.

Þá eru drög að breytingum á byggingarreglugerð nr. 112/2012 á Samráðsgátt og er hægt að skoða drögin sem og fram komnar umsagnir hér. Umsagnarfrestur var til 18. desember 2018.
Unnið er að gerð leiðbeininga og upplýsingarita sem munu birtast á heimasíðu Mannvirkjastofnunar í byrjun janúar 2019.