11.01 2019

Breytingar á byggingarreglugerð

Breytingar á byggingarreglugerð

Reglugerð nr. 1278/2018 um (8.) breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012, var birt á vef Stjórnartíðinda 28. des sl. og tók gildi sama dag. Breytingarreglugerðina má sjá hér.

Mannvirkjastofnun hefur uppfært samsetta byggingarreglugerð á heimasíðu stofnunarinnar, sem nálgast má hér. Þá er stefnt að því að láta prenta út nýja útgáfu af byggingarreglugerðinni og verður nánari dagsetning tilkynnt síðar.  

Reglugerðarbreytingin er mestmegnis til samræmingar eða nánari útfærslu á breytingu á lögum nr. 160/2010, um mannvirki, sem tóku gildi í júní sl. Vakin er sérstök athygli á nýju hugtaki, „stöðuskoðun“, sem er eftirlit byggingarfulltrúa með áfangaúttektum byggingarstjóra, en frá og með 1. janúar 2019 gera byggingarstjórar sjálfir áfangaúttektir í stað byggingarfulltrúa. Þá er einnig að finna ákvæði um breytingar á fyrirkomulagi bílastæða hreyfihamlaðra í 6.2.4. gr. byggingarreglugerðar (26. gr. breytingarrgl.) sem og tengibúnaðar vegna hleðslu rafbíla við annað húsnæði en íbúðarhúsnæði sbr. 6.8.1. gr. byggingarreglugerðar (27. gr. breytingarrgl.).