02.04 2019

Brunahætta af útvörpum

Brunahætta af útvörpum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Pinell of Norway á útvörpum af gerðunum Pinell GO og Pinell GO+ vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Útvörpin voru í sölu frá því í maí 2013 þar til í september 2015. Mannvirkjastofnun er kunnugt um að kviknað hafi í einu svona útvarpi hér á landi, það útvarp var keypt í Noregi.

Rafföng: Útvörp.

Framleiðandi/Vörumerki: Pinell of Norway, Pinell GO og Pinell GO+, sjá nánar í fréttatilkynningu Pinell.

Hætta: Brunahætta. Rafhlaðan í tækinu getur yfirhitnað og valdið bruna. 

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Mannvirkjastofnun er ekki kunnugt um að viðkomandi útvörp hafi verið seld á Íslandi en þau gætu engu að síður hafa borist til landsins eftir öðrum leiðum, eins og dæmin sanna.

Sölutímabil: Frá því í maí 2013 þar til í september 2015.

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna útvarpa eins og hér um ræðir að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband við Pinell. Sjá nánar fréttatilkynningu Pinell og frétt á dinside.no.