20.08 2019

CE-merkingar á brunahólfandi innihurðum – frestun

CE-merkingar á brunahólfandi innihurðum – frestun

Mannvirkjastofnun mun ekki gera kröfu um CE-merkingar á brunahólfandi innihurðum frá og með 1. nóvember eins og áður hefur verið auglýst. Þetta er vegna þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ekki auglýst gildistöku á ÍST EN 14351-2 sem samhæfðum framleiðslustaðli fyrir innihurðir, en CE-merkinguna á brunamótstöðu eftir ÍST EN 16034 þarf að gera samhliða almenna framleiðslustaðlinum ÍST EN 14351-2. Þetta hefur ekki áhrif á brunahólfandi útihurðir eða iðnaðarhurðir sem skulu vera CE-merktar eftir 1. nóvember n.k. eins og áður hefur verið kynnt.

Íslenskir framleiðendur sem hafa fengið staðfestingu á nothæfi fyrir raðframleiðslu á brunahólfandi innihurðum og eru með slíka staðfestingu til 1. nóvember n.k. geta sótt um framlengingu þar til að krafa um CE-merkingu brunahólfandi innihurða tekur gildi í Evrópu. Þetta á þó einungis við þá framleiðendur sem eru með gilda staðfestingu í dag og sóttu um eftir að lög um byggingarvörur nr. 114/2014 tóku gildi.

Hvað varðar innflutningsaðila á brunahólfandi innihurðum þá geta söluaðilar sótt um framlengingu á eldri staðfestingu svo lengi sem framleiðslan er óbreytt.