26.08 2019

Jafnlaunavottun Mannvirkjastofnunar

Jafnlaunavottun Mannvirkjastofnunar

Mannvirkjastofnun hefur nú hlotið jafnlaunavottun í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85.  Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Vegferðin í átt að vottun hefur verið löng og lærdómsrík en Mannvirkjastofnun setti það að markmiði fyrir allnokkrum árum að vinna að upptöku jafnlaunakerfis

Hefur stofnunin síðan unnið eftir þeirri meginstefnu að starfsfólk stofnunarinnar hafi jöfn laun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf þannig að enginn óútskýrður launamunur sé til staðar á vinnustaðnum.  Ráðgjöf í innleiðingarferlinu var í höndum Einars Þórs Bjarnasonar stjórnunarráðgjafa hjá Intellecta.