29.08 2019

Brunahætta af þurrkurum

Brunahætta af þurrkurum

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Whirlpool á þurrkurum af gerðunum Indesit, Hotpoint, Creda, Swan og Proline vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Hættan stafar af því að ló getur komist í snertingu við hitald (hitaelement) og valdið bruna. Þurrkararnir voru framleiddir frá því í apríl 2004 þar til í september 2015 og voru seldir víða um Evrópu. Mannvirkjastofnun er kunnugt um að á Íslandi voru þurrkarar af gerðunum Hotpoint, Indesit og Creda seldir hjá Elko á því tímabili sem um ræðir. Hugsanlegt er að þeir hafi einnig verið boðnir fram af öðrum söluaðilum hér á landi.
Whirlpool hafði áður birt öryggisviðvörun varðandi umrædda þurrkara en hefur nú innkallað þá.

Rafföng: Þurrkarar.

Framleiðandi/Vörumerki: Whirlpool, Indesit, Hotpoint, Creda, Swan og Proline.

Hætta: Brunahætta.

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Elko.

Sölutímabil: Frá 2004 til 2015.

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og notenda þurrkara sem brunahætta getur stafað af að hætta notkun þeirra þegar í stað og taka úr sambandi og hafa samband söluaðila og/eða framleiðanda.

Sjá upplýsingar framleiðanda þar sem hægt er athuga hvort brunahætta geti stafað af þínum þurrkara.

Sjá frétt í breska vefritinu The Sun

Sjá fyrri umfjöllun á vef Mannvirkjastofnunar um öryggisviðvörun Whirlpool frá 2015 (sem nú er orðin að innköllun)

Sjá fyrri umfjöllun á vef Mannvirkjastofnunar um öryggisviðvörun Elko frá 2016