13.09 2019

Snertihætta af spennuprófurum frá Fluke

Snertihætta af spennuprófurum frá Fluke

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Fluke á spennuprófurum af gerðunum T110, T130 og T150 vegna snertihættu sem af þeim getur stafað. Hættan stafar af því að einangrun á snúrunni getur gefið sig og valdið með því snertihættu. Umræddir spennuprófarar voru framleiddir þar til í júlí 2018 og seldir víða um heim. Mannvirkjastofnun er kunnugt um að á Íslandi voru spennuprófarar af umræddum gerðum seldir hjá Ískraft og Naust Marine á því tímabili sem um ræðir. Hugsanlegt er að þeir hafi einnig verið boðnir fram af öðrum söluaðilum hér á landi.

Rafföng: Spennuprófarar.

Framleiðandi/Vörumerki: Fluke T110, Fluke T130 og Fluke T150.

Hætta: Snertihætta - raflost.

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Ískraft og Naust Marine.

Sölutímabil: Þar til í júlí 2018.

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og notenda spennuprófara sem snertihætta getur stafað af að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband söluaðila og/eða framleiðanda.

Sjá upplýsingar framleiðanda þar sem hægt er athuga hvort snertihætta geti stafað af þínum spennuprófara.

Sjá einnig aðrar innkallanir og viðvaranir framleiðandans, Fluke.