01.10 2019

Brunahætta af ryksugum frá Nilfisk

Brunahætta af ryksugum frá Nilfisk

Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Nilfisk á ryksugum af gerðunum Handy 25.2V og Handy 2-in-1 25.2V vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Hættan stafar af því að gallaður hleðslubúnaður og gölluð rafhlöðueining getur ofhitnað og valdið með því brunahættu. Umræddar ryksugur voru seldar frá því í ágúst 2017 víða um heim. Mannvirkjastofnun er kunnugt um að á Íslandi voru ryksugur af þessum gerðum seldar hjá Olís og Rekstrarlandi á því tímabili sem um ræðir. Hugsanlegt er að þær hafi einnig verið boðnir fram af öðrum söluaðilum hér á landi.

Rafföng: Ryksugur.

Framleiðandi/Vörumerki: Nilfisk Handy 25.2V og Nilfisk Handy 2-in-1 25.2V.

Hætta: Brunahætta.

Þekktir söluaðilar á Íslandi: Olís og Rekstrarland.

Sölutímabil: Frá því í ágúst 2017.

Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og notenda ryksuga sem brunahætta getur stafað af að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband söluaðila og/eða framleiðanda.

Sjá upplýsingar framleiðanda þar sem hægt er athuga hvort brunahætta geti stafað af þinni ryksugu.