27.11 2019

Skýrsla Mannvirkjastofnunar vegna brunans að Miðhrauni 4 í Garðabæ

Skýrsla Mannvirkjastofnunar vegna brunans að Miðhrauni 4 í Garðabæ

Mannvirkjastofnun gaf út skýrslu vegna brunans að Miðhrauni 4 í Garðabæ þann 5. apríl 2018. Verði manntjón eða mikið eignatjón í eldsvoða skal Mannvirkjastofnun samkvæmt 28. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000, óháð lögreglurannsókn, rannsaka eldsvoðann, kröfur eldvarnareftirlits og hvernig að  slökkvistarfi hafi verið staðið. 

Megintilgangur skýrslu Mannvirkjastofnunar er að draga saman helstu atriði sem varða slökkvistarf og eldvarnareftirlit þegar stórbruni hefur orðið og kynna fyrir slökkviliðsstjórum og slökkviliðum landsins. Helsta markmiðið er að draga lærdóm af því sem gerðist til að nýta ef svipaðar aðstæður koma aftur upp.

Á eftirfarandi slóð er að finna endurbætta útgáfu af skýrslunni þar sem prentvillur hafa verið leiðréttar, dags. 29. nóvember 2019: Skýrsla Miðhraun 4 Garðabær_29.nov