Gæðastefna Mannvirkjastofnunar

Markmið

Mannvirkjastofnun er stjórnsýslustofnun sem sinnir á skilvirkan hátt lögbundnum verkefnum sínum í því skyni að auka öryggi fólks, lágmarka umhverfisáhrif og bæta gæði mannvirkja. Stefna Mannvirkjastofnunar í gæðamálum er að vera öflug og traust stofnun í samfélaginu, með áherslu á þjónustu við viðskiptavini sína, samvinnu við hagsmunaaðila og önnur stjórnvöld, og fagmennsku í vinnubrögðum.

Viðskiptavinir Mannvirkjastofnunar

Mannvirkjastofnun lítur svo á að almenningur sé helsti viðskiptavinur stofnunarinnar en að auki gegnir stofnunin mikilvægu þjónustuhlutverki gagnvart þeim aðilum sem til hennar leitar vegna starfsemi sinnar. Mannvirkjastofnun hefur líka ríkum skyldum að gegna gagnvart öðrum opinberum stofnunum, sveitarfélögum og hagsmunaaðilum sem starfa að sömu málefnum.

Umfang

Gæðastefna Mannvirkjastofnunar nær til allrar starfsemi og allra starfsmanna stofnunarinnar. Starfsmenn fylgja gæðastefnu stofnunarinnar í sínum störfum og bera sameiginlega ábyrgð á því að hún sé framkvæmd.

Gæðastefna 

Stefna Mannvirkjastofnunar í gæðamálum er:

  • Að hafa ávallt viðskiptavini stofnunarinnar í forgrunni í sinni þjónustu og leggja sig fram um að uppfylla væntingar þeirra
  • Að starfa ávallt í samræmi við gildandi lög og reglugerðir
  • Að leggja áherslu á ábyrga og vandaða ákvarðanatöku og gæta að jafnræði og hlutleysi í afgreiðslu allra mála
  • Að koma upp virku gæðakerfi samkvæmt ISO 9001 staðlinum um gæðastjórnun og fá vottun um að unnið sé samkvæmt staðlinum fyrir desember 2019
  • Að koma upp gæðahandbók um helstu ferla stofnunarinnar sem starfsmenn vinna eftir og vinna að stöðugum umbótum í starfsemi stofnunarinnar
  • Að hafa hæft starfsfólk með tilskylda menntun, reynslu og þjálfun á sínu fagsviði og að starfsmenn fái þjálfun og fræðslu í gæðamálum
  • Að starfsmenn hafi það vinnuumhverfi og búnað sem gerir þeim kleift að standast væntingar viðskiptavina
  • Að setja fram árleg gæðamarkmið fyrir hvert svið stofnunarinnar
  • Að allir starfsmenn vinni að gæðamarkmiðum Mannvirkjastofnunar

Forstjóri ber ábyrgð á að starfsmenn Mannvirkjastofnunar þekki og vinni samkvæmt gæðastefnunni.

Gæðastefna Mannvirkjastofnunar er endurskoðuð árlega og samþykkt á fundi gæðaráðs og af forstjóra. 

Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar

Til baka