Jafnlaunastefna Mannvirkjastofnunar

Markmið og umfang

Jafnlaunastefnan nær til allra starfsmanna Mannvirkjastofnunar. Markmið stefnunnar er að starfsfólk stofnunarinnar hafi jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar á vinnustaðnum.

Framkvæmd og rýni

Mannvirkjastofnun starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við jafnlauna­staðal til að vega störf og verð­meta þau og til að tryggja að stofnunin starfi samkvæmt viðeigandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Við launaákvörðun er stuðst við grunnröðun samkvæmt stofnana­samningi, sem byggir á starfsmati, og persónu­bundnu mati á hæfni og frammistöðu á þann hátt er séð til að starfsmönnum sé ekki mismunað á ómálefnalegan hátt. Á þetta við um öll starfskjör og réttindi sem metin verða til fjár. Við ráðningu nýrra starfsmanna er fylgt verklags­reglum sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um ábyrgð, álag og hæfni. Jafnlaunastefna Mannvirkjastofnunar er samþykkt á fundi gæðaráðs og af forstjóra.

Ábyrgð 

Forstjóri Mannvirkjastofnunar ber ábyrgð á að farið sé eftir jafnlaunastefnunni. Hann ber einnig ábyrgð á að kröfum jafnréttislaga og jafnlaunastaðals (ÍST 85:2012) sé fullnægt. Forstjóri ber ábyrgð á því að stefnunni sé viðhaldið, hún sé rýnd og endurskoðuð árlega af framkvæmdaráði Mannvirkjastofnunar. Forstjóri ber ábyrgð á því að jafnlaunastefnan sé kynnt árlega fyrir starfsmönnum.

Skrifstofustjóri er fulltrúi jafnlaunamála stofnunarinnar og annast daglega umsýslu jafnlauna­kerfisins. Hann ber ábyrgð á skjalfestingu, innleiðingu og framkvæmd jafnlauna­stefnunnar. Hann sér um reglulega mælingu á árangri stefnunnar þar sem mælt er hvort munur er á launum kynjanna miðað við sömu og jafnverðmæt störf. Hann sér til þess að brugðist sé við frábrigðum og unnið sé að viðhaldi og framþróun jafnlaunakerfisins með stöðugum umbótum og eftirliti.

Gæðastjóri ber ábyrgð á að jafnlaunastefna Mannvirkjastofnunar sé aðgengileg hagsmuna­aðilum og almenningi, til dæmis á vef stofnunarinnar.

Lagalegar kröfur og aðrar kröfur:

Sviðstjóri lögfræðisviðs ber ábyrgð á að vakta lög- og reglugerðir sem um stofnunina gilda, ásamt því að viðhalda skránni Verkefni MVS, lög og reglugerðir og tryggja að stofnunin uppfylli kröfur laga. Jafnlaunastefna Mannvirkja­stofnunar skal vera í samræmi við neðangreind lög og sam­hliða innri úttektum skal rýna lögin m.t.t. breytinga frá síðustu úttekt.

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008

Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018

Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996

Lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986

Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018

Vottorð um stjórnunarkerfi er samræmist jafnlaunastaðli ÍST 85:2012Til baka