Persónuvernd

Mannvirkjastofnun er annt um vernd og öryggi persónuupplýsinga viðskiptavina sinna og hagsmunaaðila.

Mannvirkjastofnun safnar, skráir og geymir persónuupplýsingar viðskiptavina og hagsmunaaðila til þess að uppfylla kröfur sem fram koma í lögum og reglum um starfsemi stofnunarinnar.

Mannvirkjastofnun fer að gildandi lögum og reglum sem tengjast persónuvernd í allri sinni starfsemi.

Í persónuverndarstefnu Mannvirkjastofnunar eru settar fram þær grundvallarreglur sem stofnunin vinnur eftir við vinnslu persónuupplýsinga viðskiptavina, birgja, hagsmunaaðila, eftirlitsþega, starfsmanna og annarra einstaklinga.

Hvaða upplýsingar eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru skilgreindar í lögum um persónuvernd nr. 90/2018. Til persónuupplýsinga teljast meðal annars nafn einstaklings, heimilisfang, netfang, símanúmer, IP tölur og allar aðrar upplýsingar sem gætu gefið til kynna hver einstaklingur er.

Mannvirkjastofnun vinnur og geymir aðeins persónuupplýsingar sem þörf er á til þess að stofnunin geti sinnt lögbundnum verkefnum og heimild er fyrir í lögum.

Hver er ábyrgur fyrir vinnslu og vernd persónuupplýsinga hjá Mannvirkjastofnun?

Mannvirkjastofnun er opinber stofnun sem ber ábyrgð á allri vinnslu persónuupplýsinga í starfsemi stofnunarinnar. Hægt er að hafa samband við stofnunina á netfanginu mvs@mvs.is og hér á vef stofnunarinnar.

Hafir þú einhverjar spurningar um vinnslu eða öryggi persónuupplýsinga hjá Mannvirkjastofnun má senda fyrirspurn á netfangið personuvernd@mvs.is eða hafa samband við stofnunina í síma eða bréfleiðis:

Mannvirkjastofnun
Skúlagötu 21
101 Reykjavík
Sími 591 6000

Til baka