Hver eru réttindi einstaklinga?

Einstaklingar hafa rétt á því að fá aðgang að persónuupplýsingum sem geymdar eru um þá og rétt á leiðréttingu á þeim ef þær eru rangar. Þeir eiga rétt á því að fá upplýsingarnar afhentar á skipulegan hátt á algengu rafrænu formi.

Umsókn um aðgang að persónuupplýsingum hjá stofnuninni er hægt að nálgast á Mínum síðum Mannvirkjastofnunar.

Hægt að hafa samband við Mannvirkjastofnun á netfanginu personuvernd@mvs.is ef það vakna upp einhverjar spurningar um persónuvernd í starfsemi stofnunarinnar.

Ávallt er hægt að leita til Persónuverndar með kvartanir og fyrirspurnir um persónuupplýsingar.

Til baka