Hvernig og hvers vegna safnar Mannvirkjastofnun persónuupplýsingum?

Hér fyrir neðan er fjallað um persónuupplýsingar sem Mannvirkjastofnun geymir og í hvaða tilgangi þeim er safnað.

Hvernig berast persónuupplýsingar til Mannvirkjastofnunar?

Persónuupplýsingar berast frá einstaklingum sem hafa samband við stofnunina og koma með einhverjum hætti að starfsemi hennar bæði sem einstaklingar og vegna starfs síns. Þær berast meðal annars með umsóknum, vegna eftirlits og með fyrirspurnum en einnig í gegnum aðgang að skrám eins og til dæmis þjóðskrá, fasteignaskrá og fyrirtækjaskrá. Þær geta borist á margskonar formi eins og til dæmis með tölvupósti, bréflega, á umsóknareyðublöðum og með rafrænum hætti til dæmis með skráningu í gagnasöfn stofnunarinnar eða við notkun á vefjum stofnunarinnar.

Á hvaða grundvelli byggir Mannvirkjastofnun söfnun persónuupplýsinga?

Mannvirkjastofnun hefur heimild í ýmsum lögum sem varða starfsemi stofnunarinnar til þess að safna og geyma persónuupplýsingar. Helstu lögin sem stofnunin starfar eftir eru listuð á vef stofnunarinnar.

Hverjir aðrir hafa aðgang að þessum upplýsingum?

Mannvirkjastofnun þarf að leita til vinnsluaðila til þess að vinna og geyma fyrir sig persónuupplýsingar. Helstu aðilarnir eru:

Advania
Fjársýsla ríkisins
Hugvit
Origo
Microsoft
Siteimprove

Hvað geymir Mannvirkjastofnun þessar upplýsingar í langan tíma?

Mannvirkjastofnun fer að lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Allar persónuupplýsingar sem Mannvirkjastofnun safnar, vinnur og geymir eru skilaskildar til Þjóðskjalasafns Íslands hvort sem þær eru hluti af skjalasafni eða gagnasöfnum stofnunarinnar. Stofnunin geymir upplýsingarnar í 30 ár eftir að þær eru myndaðar en þá tekur Þjóðskjalasafn við sem varðveisluaðili. Vörsluútgáfur hvers skjalavistunartímabils eru einnig sendar með reglulegu millibili til Þjóðskjalasafns. Ekki er hægt að fara fram á að stofnunin eyði persónuupplýsingum um einstaklinga þar sem lögin um opinber skjalasöfn kveða á um að þær séu varðveittar af stofnuninni og Þjóðskjalasafni Íslands.

Eru persónuupplýsingar sem Mannvirkjastofnun geymir fluttar út fyrir lögsögu Evrópusambandssins eða EES svæðisins?

Mannvirkjastofnun geymir og vinnur allar persónuupplýsingar innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Stofnunin á einungis viðskipti við vinnsluaðila sem starfa innan þessara svæða.

Til baka