03. 07. 2019

Ertu að tengja?

Ertu að tengja?

Fáið löggiltan rafverktaka til að yfirfara og aðlaga raflögnina áður en rafbíll er hlaðinn í fyrsta sinn.

  • Hver tengistaður má einungis hlaða einn rafbíl í einu
  • Hver tengistaður skal varinn með yfirstraumvarnarbúnaði sem einungis ver þennan tiltekna tengistað
  • Hver tengistaður skal varinn með bilunarstraumsrofa (lekastraumsrofa) sem einungis ver þennan tiltekna tengistað
  • Bilunarstraumsrofinn ætti að vera af gerð B – þó má nota gerð A sé jafnframt notuð viðbótarvörn
  • Mannvirkjastofnun mælir með að ekki séu notaðir hefðbundnir heimilistenglar til hleðslu rafbíla 
  • Mannvirkjastofnun mælir með að til heimahleðslu rafbíla séu notaðar þar til gerðar hleðslustöðvar eða iðnaðartenglar
  • Stranglega er bannað að nota framlengingarsnúru,fjöltengi eða önnur „millistykki“ við hleðslu rafbíla
  • Hleðslustrengir mega ekki liggja þar sem þeir geta orðið fyrir hnjaski, t.d. yfir vegi, gangstéttar eða stíga
  • Ekki nota hleðslusnúru eða annan búnað sem hefur skemmst

Sjá fræðslubækling hér