Brunar og slys af völdum rafmagns

Mannvirkjastofnun aðstoðar lögregluyfirvöld við rannsóknir bruna og slysa af völdum rafmagns þegar þess er óskað. Jafnframt hefur stofnunin um árabil tekið saman árlegt yfirlit yfir þess konar bruna og slys. Stofnunin skráir bruna og slys af völdum rafmagns sem henni berast upplýsingar um en það er aðeins lítill hluti allra bruna og slysa af slíkum völdum í landinu.

Það er athyglisvert hversu stór hluti tjóna vegna rafmagns stafar af rangri notkun tækja sem hefði mátt forðast. Árangri á því sviði verður helst náð með fræðslu og upplýsingastarfi. Miðað við þann skaða sem samfélagið ber af rafmagnsbrunum er ljóst að fjármunum sem varið er til þessa málaflokks er vel varið.

Mannvirkjastofnun er aðili að samtökum rafmagnsöryggisstofnana á Norðurlöndum, Nordisk komité for samordning av elektriske sikkerhetsspörsmål (NSS). Innan samtakanna er starfandi samstarfshópur „NSS Analyse“ sem sér um samræmda skráningu slysa og tjóna af völdum rafmagns.

Samnorræn skilgreining á rafmagnsbruna er:
Sérhvert atvik, þar sem rafstraumur hefur beint eða óbeint orsakað bruna, sem leiðir til tjóns á eignum eða slysa á fólki er rafmagnsbruni. Til þess að um rafmagnsbruna sé að ræða þarf rafmagnshluti þess búnaðar sem olli brunanum einnig að hafa valdið tjóni á öðrum búnaði.

Samnorræn skilgreining á rafmagnsslysi er:
Sérhvert atvik þar sem rafstraumur hefur valdið því að einstaklingur hefur beint eða óbeint slasast af ljósboga eða við að fá rafstraum í gegnum sig.

Nánari upplýsingar og skýrslur

Umfang slysa - Viðhorfsrannsóknir
Brunar og slys af völdum rafmagns 2010-2017
Brunar og slys af völdum rafmagns 2006-2009
Brunar og slys af völdum rafmagns 2005
Brunar og slys af völdum rafmagns 2004
Brunar og slys af völdum rafmagns 2003
Brunar og slys af völdum rafmagns 2002
Brunar og slys af völdum rafmagns 2001
Brunar og slys af völdum rafmagns 1999
Brunar og slys af völdum rafmagns 1998
Málþing um slys af völdum rafmagns - Inngangur
Málþing um slys af völdum rafmagns - Mögulegir skaðar
Málþing um slys af völdum rafmagns - Tilkynning slysa
Málþing um slys af völdum rafmagns - Fyrirbyggjandi aðgerðir
Norræn rannsókn um slys af völdum rafmagns 2011
Tilkynning um rafmagnsslys

Til baka