Búnaður á sprengihættustöðum - ATEX

Allur búnaður til notkunar á sprengihættustöðum sem markaðssettur er á Íslandi skal uppfylla ákvæði sem fram koma í reglugerð um búnað og verndarkerfi sem ætluð eru til notkunar í mögulega sprengifimu lofti, nr. 313/2018

Ofangreind reglugerð er byggð á tilskipun Evrópusambandsins um sama efni, 2014/34/ESB (ATEX*), og gilda því sömu reglur á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sem samanstendur af Evrópusambandinu (ESB), Íslandi, Liechtenstein og Noregi, um þann búnað sem fellur undir tilskipanir ESB og staðfestar hafa verið af sameiginlegu EES-nefndinni. 

Framleiðendur og/eða innflytjendur bera ábyrgð á að ákvæðum ofangreindrar reglugerðar sé fylgt. Faggiltar skoðunarstofur í umboði rafmagnsöryggissviðs Mannvirkjastofnunar sjá með virku markaðseftirliti til þess að rafföng uppfylli þau skilyrði sem sett eru í reglugerðinni. 

Í upplýsingaritinu „Reglur um markaðssetningu raffanga“ er fyrst og fremst fjallað um rafföng sem falla undir LVD**- og EMC***-tilskipanir ESB, en engu að síður eiga sömu reglur við varðandi ATEX, m.a. hvað varðar skyldur rekstraraðila (framleiðenda, innflytjenda og dreifingaraðila), ESB-samræmisyfirlýsingu og CE-merkingu. Ritið er til leiðbeiningar framleiðendum, innflytjendum og öðrum söluaðilum, það er hvorki tæmandi né lagalega bindandi. 

*) ATEX (Atmosphere EXplosibles) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/65/ESB frá 26. febrúar 2014 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi búnað og verndarkerfi sem ætluð eru til notkunar í hugsanlega sprengifimu lofti.

**) LVD (Low Voltage Directive) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/35/ESB frá 26. febrúar 2014 um samræmingu laga aðildarríkjanna um að bjóða fram á markaði rafföng sem notuð eru innan ákveðinna spennumarka.

***) EMC (Electro Magnetic Compatibility) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/30/ESB frá 26. febrúar 2014 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi rafsegulsamhæfi 

Nánari upplýsingar, reglugerð og tilskipun 

Reglur um markaðssetningu raffanga

Reglugerð nr. 313/2018 um búnað og verndarkerfi sem ætluð eru til notkunar í mögulega sprengifimu lofti

ATEX-tilskipunin um búnað og verndarkerfi til notkunar á sprengihættustöðum, ásamt ítarefni

Samhæfðir staðlar, ATEX

ESB-samræmisyfirlýsing (dæmi á íslensku)

ESB-samræmisyfirlýsing (dæmi á ensku)

Til baka