Úrvinnsla athugasemda - leiðbeiningar

Úrvinnsla athugasemda á raforkuvirkjum og háspennulína í rekstri - leiðbeiningar fyrir 2. flokks athugasemdir

Við athugasemdir í 2. áhættuflokki er skv. VLR 3.034 gefinn þriggja mánaða frestur til að leggja fram áætlun til úrbóta (framkvæmdaáætlun) á athugasemdum sem gerðar eru við raforkuvirki í rekstri og eru lagfærðar án tímamarka.

Áætlun um um úrbætur á raforkuvirkjum í rekstri kann að fela í sér að frávik hverfi með úreldingu eða endurbyggingu viðkomandi virkis. Sé slíkt ráðgert innan hæfilegra tímamarka er ekki þörf á sérstökum lagfæringum. Í VLR 3.034 er ekki tekið sérstaklega fram hversu langan tíma ásættanlegt er að úrbótaáætlun nái yfir.

Háspennt raforkuvirki í rekstri (Leiðbeiningar og Athugasemdir)

Háspenntar loftlínur í rekstri (Leiðbeiningar og Athugasemdir)

Til baka