11.01 2012

Ráðstefna slökkviliða og Mannvirkjastofnunar 2012

Ráðstefna slökkviliða og Mannvirkjastofnunar verður haldin 15. og 16. mars 2012, á Grand Hótel í Reykjavík.

Slökkviliðsstjórar og aðrir stjórnendur slökkviliða svo og bæjar- og sveitarstjórar eru hvattir til að sækja ráðstefnuna.

Á ráðstefnunni verður fjallað um fjárreiður og rekstur slökkviliða, farið verður yfir helstu breytingar á lögum og reglugerðum á starfssviði slökkviliða frá síðustu ráðstefnu auk þess sem þar verða umræður og hópavinna vegna undirbúnings gerðar nýrrar reglugerðar um starfssemi slökkviliða.

Dagskrá ráðstefnunnar verður kynnt hér fljótlega.