25.10 2016

Nýr vefur um byggingarvörur

Nýr vefur um byggingarvörur

Mannvirkjastofnun hefur tekið í notkun nýjan vef um byggingarvörur, www.byggingarvorur.is. Vefnum er ætlað að kynna og gefa almennar upplýsingar um markaðssetningu og val á byggingarvöru en um markaðssetningu byggingarvöru gilda lög um byggingarvöru nr. 144/2014. Vefurinn mun þjóna bæði framleiðendum, innflytjendum og dreifendum (seljendum) byggingarvöru ásamt því að vera til leiðbeiningar fyrir þá sem ákvarða notkun og velja byggingarvörur til mannvirkjagerðar.

Á vefnum er einnig fjallað í stuttu máli um þá aðferðarfræði sem liggur að baki CE merkingu byggingarvöru.

Hægt er að senda inn fyrirspurnir og tilkynningar um ólöglegar byggingarvörur til Mannvirkjastofnunar í gegnum vefinn www.byggingarvorur.is.